Food & Fun var haldið 6.-9. mars 2024.
Gestakokkurinn okkar, Maurizio Bardotti er ítalskur matreiðslumeistari frá Toskanahéraði. Hann hóf feril sinn á sögufrægum veitingastöðum víðsvegar um héraðið, þar sem hann náði sér í sérfræðikunnáttu í klassískum ítölskum matarhefðum.
Til að þróa kunnáttu sína enn frekar starfaði Maurizio á Michelin stjörnu veitingastöðum víðs vegar um Ítalíu, en einnig með viðkomu í Frakklandi.
Á þrítugsaldri var Bardotti kominn í stöðu yfirkokks, og hlaut sína fyrstu Michelin-stjörnu árið 2015 og aðra árið 2019. Nú stýrir hann eldhúsinu á Passo dopo passo í Castellina in Chianti, í eigu Rocca delle Macìe. Ásamt því er Maurizio að undirbúa opnun Oltre, veitingastaðar sem lofar miklum nýjungum í matarupplifun.