Við fögnum Food and Fun á La Primavera í Hörpu 13.-15. mars og hlökkum til að taka á móti gestakokkinum okkar Fabio Petrucci!
Við fögnum Food and Fun á La Primavera í Hörpu 13.-15. mars og hlökkum til að taka á móti gestakokkinum okkar Fabio Petrucci!
Á afar farsælum ferli sínum hefur Fabio starfað á virtum veitingastöðum eins og Le Manoir aux Quat’Saisons, Annabel’s Club, Home House og Eataly. Hann er þekktur fyrir að sameina klassíska matargerð og nýsköpun á einstakan hátt.
Með einföldum og vönduðum hráefnum skapar hann einstaka rétti sem veita óvænta bragðupplifun. Þetta verður matarveisla sem þú vilt ekki missa af!