La Primavera

La Primavera, 1993-2011

Í gær lokuðum við dyrunum á La Primavera í síðasta skipti. Við höfum átt þar frábæra tíma og eignast marga og trausta vini. Nú er hins vegar svo komið að Kolabrautin tekur allan okkar tíma og orku. Nafnið La Primavera verður áfram í okkar eigu og aldrei að vita hvar það kann að birtast á nýjan leik eða undir hvaða formerkjum. Við viljum nota þetta tækifæri og þakka starfsfólki okkar og birgjum fyrir gott og farsælt samstarf. Við ykkur sem komuð til okkar á La Primavera í gegnum árin segjum við takk fyrir komuna — og verið velkomin á Kolabrautina.

Reykjavík, 29. ágúst 2011,
Leifur Kolbeinsson og Jónína Kristjánsdóttir

Kolabrautin Restaurant & Bar

Kolabrautin er opin á kvöldin alla daga og í hádeginu á virkum dögum.
www.kolabrautin.is