Donnafugata 22.09.23
Donnafugata er sístækkandi Sisileyskt fjölskyldufyrirtæki með það markmið að kynna hugmyndir og gæði hins Ítalska handverks um heiminn. Hin Sikileyska nálgun á framleiðslu sannra og sjálfbærra vína snýr ekki einungis að því að framleiða gott vín heldur einnig að skapa vellíðun við vínsmökkun. Giacomo Rallo kemur úr fjölskyldu með yfir 170 ára sögu í vínframleiðslu og árið 1983 stofnaði hann fyrirtækið Donnafugata ásamt konu sinni, Gabrielle. Nú hafa börn þeirra, José og Antonio, tekið við fyrirtækinu og framleiða sérgerð vín frá einstökum landsvæðum og vínbúgörðum.